Hákon kominn í tamningu
Hákon er kominn í frumtamningu til Viðju og Ella í Langholt. Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir og verður spennandi að fylgjast með þessum kappa í haust. Nánar er hægt að fræðast um Hákon á heimasíðu hans Ræktunarfélagið Hákon.
Hákon var á húsmáli í Austurási og fyljaði þar 9 hryssur. Í sumar var hann í Flagbjarnarholti og hafa alls verið staðfestar 31 hryssa fylfull við honum. Enn á eftir að sónarskoða 11 hryssur og vonumst við til að hann klóri í 40 hryssur í ár. Það verður því stór árgangur á næsta ári undan Hákoni og spennandi tímar framundan.