Hákon ávallt flottur

Það virðist ótrúlega auðvelt og sjálfsagt fyrir Hákon að hreyfa sig svona eins og hann gerir…hefur ekkert fyrir því.
Ræktunarfélagið Hákon hélt aðalfund sinn laugardagskvöldið 20. mars. Fyrst í Hólaborg þar sem hinn tveggja vetra rauðskjótti Hákon var skoðaður. Það var enginn svikinn af léttum sporum Hákons, skrefmikill og hágengur, og einstaklega mjúkur bæði í hreyfingum og hnakkabandið eins og smjör.
Eftir að Hákon hafði sýnt listir sýnar var farið í Kríuna þar sem Hörður og María vertar grilluðu lambakjöt í liðið. Aðalfundurinn fór vel fram og byrjar Hákon að sinna hryssum á húsmáli í Austurási (www.austuras.is) í byrjun maí til 15. júní. Þá fer hann í hólf í Flagbjarnarholti í Landsveit.