Gullfallegt hestfolald undan Aroni og Vakningu
Hann er bara nokkuð myndarlegur, fótahár og reistur, hesturinn sem kom undan Vakningu frá Ási og Aroni frá Strandarhöfði í síðustu viku. Hann var fyrsta folaldið sem fæðist í ár á Hamarsey.
Ákveðið hefur verið að halda Vakningu undir brúna ungfolann Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum, sem er úr okkar eigin ræktun. Hrafnar er undan Hátíð frá Úlfsstöðum og Orra frá Þúfu.