Góður árangur í Gæðingakeppni Sörla
Gæðingakeppni er skemmtilegt keppnisform þar sem farið er fram á útgeislun, kraft og rými hjá hrossinu. Við tókum þátt í Gæðingakeppni Sörla um síðastliðna helgi með góðum árangri. Inga fór með Söru sína frá Sauðárkróki í B-flokkinn og var í 5. sæti eftir forkeppni. Hannes fór í A-flokk og 100 metra skeið með Vakningu frá Ási. Vakning og Hannes sigruðu 100metra skeiðið á ágætis tíma 8,63 sekúndum. Úrslitin voru svo riðin laugardaginn 6. júní.
Úrslitin voru spennandi og náðum við bæði að ríða okkur upp um sæti í úrslitum. Inga fór ú 5. í 3. sæti í úrslitum í B-flokki með einkunnina 8,49, glæsilegur árangur það enda var Sara vígaleg, var með hæstu einkunn í úrslitum fyrir hægt tölt, upp í 8,80 hjá tveimur dómurum. Hannes reið sig upp í 3.-4. sæti í A-flokki með einkunnina 8,29.
B flokkur – A úrslit
1 Anna Björk Ólafsdóttir / Feykir frá Ármóti 8,64
2 Sigurður Vignir Matthíasson / Arður frá Brautarholti 8,63
3 Inga Kristín Campos / Sara frá Sauðárkróki 8,49
4 Adolf Snæbjörnsson / Glanni frá Hvammi III 8,35
5 Jón Helgi Sigurðsson / Búri frá Feti 8,33
A flokkur – A úrslit
1 Friðdóra Friðriksdóttir / Vikar frá Torfastöðum 8,69
2 Atli Guðmundsson / Hrammur frá Holtsmúla 1 8,68
3 Hannes Sigurjónsson / Vakning frá Ási I 8,29
4 Ragnar Eggert Ágústsson / Hrókur frá Hnjúki 8,29
5 Adolf Snæbjörnsson / Vafi frá Hafnarfirði 8,22
6 Alexander Ágústsson / Óður frá Hafnarfirði 8,18
7 Sigursteinn Sumarliðason / Bjarkar frá Blesastöðum 1A 8,05
8 Anna Björk Ólafsdóttir / Myrkur frá Ytri-Bægisá I 8,02
100 m. Skeið
1. Hannes Sigurjónsson og Vakning frá Ási I 8,63
2. Ingibergur Árnason og Birta frá Suður-Nýjabæ 8,9
3. Stella Sólveig Pálmarsdóttir og Sprettur frá Skarði 9,49
4. Alexander Ágústsson og Leistur frá Leirum 9,66
5. Aron Már Albertsson og Nasi frá Eyvík 10,11