Gísella frá Hamarsey í 3. sæti á folaldasýningu
Gísella frá Hamarsey, undan Gasellu frá Garðsá og Álfi frá Selfossi varð í 3. sæti á folaldasýningu Andvara. Gísella, sem fer til Austurríkis í fyrramálið, var tekin með í bæinn í síðustu viku og náttúrulega rakið að kippa henni með á folaldasýninguna með Sóllilju. Gísella gerði gott mót og brunaði um salinn á hreyfingamiklu en aðallega rúmu tölti.
Hægt er að lesa meira um folöldin sem fæddust í sumar undir Folöld 2010.

1. sæti: Sóllilja frá Hamarsey
2. sæti: Orka frá Haga (eig./rækt. Hannes Hjartarson)
3. sæti: Gísella frá Hamarsey
Á myndinni eru frá vinstri: Hannes Hjartarson, Inga, Hannes og Hekla Rán.