Fjölnir til Bæjaralands

Fjölnir fór utan í byrjun nóvember – við hestaheilsu, glansaði í gegnum dýralæknisskoðun 17 vetra í vor.
Við eignuðumst Fjölni frá Brekkum haustið 2006. Hann var um margt óvenjulegur hestur, þrátt fyrir að vera orðinn 14 vetra hegðaði hann sér alltaf eins og 5 vetra foli, hvort sem var í umgengni eða í reið. Fjölnir er einn mesti gæðingur sem við höfum kynnst. Hann hefur nú eignast nýtt heimili í Bæjaralandi í Þýsklalandi á hofinu Bienwald hjá Michael Baron og fjölskyldu (www.bienwald.com)

Inga og Fjölnir – Hafnarfjarðarmeistarar 2008 í fjórgangi. Við unnum marga góða sigra á Fjölni, hann var alltaf góður, hvort sem á vetraruppákomum, á ís, inná hringvelli eða bara í hestaferð.