Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Author Archives: Hamarsey

Post Image

Hákon flottur

Nú er Hákon búinn að vera í tamningu í tæpa 3 mánuði, 3 vikur í haust og 7 vikur síðan í desember. Hann lofar góðu, er fljótur í form og burð. Rífandi gangur og fótaburður. Eðlisgæðingur að okkar mati.

Read More
Post Image

Gísella frá Hamarsey í 3. sæti á folaldasýningu

  Gísella frá Hamarsey, undan Gasellu frá Garðsá og Álfi frá Selfossi varð í 3. sæti á folaldasýningu Andvara. Gísella, sem fer til Austurríkis í fyrramálið, var tekin með í bæinn í síðustu viku og náttúrulega rakið að kippa henni með á folaldasýninguna með Sóllilju. Gísella gerði gott mót og brunaði um salinn á hreyfingamiklu […]

Read More
Post Image

Sóllilja frá Hamarsey sigraði folaldasýningu

Sóllilja okkar frá Hamarsey, uppáhaldsfolald frá því síðastliðið sumar, sigraði á folaldasýningu Andvara um síðustu helgi. Sóllilja er undan einni af okkar ræktunarhryssum, Selmu frá Sauðárkróki, og hesti úr okkar ræktun, Hákoni frá Ragnheiðarstöðum. Hákon er nú í tamningu í Langholti og byrjar mjög vel að sögn tamningamannsins.

Read More
Post Image

Vel heppnað ístölt 2011 á Hvaleyrarvatni

Sörli hélt sitt árlega ístölt á Hvaleyrarvatni í gærkvöldi. Það tókst sem fyrr vel upp. Veðrið var frábært, það hafði verið hörkufrost síðustu daga og vatnið nánast botnfrosið. En í gærkvöldi var að hlýna og hitastigið um frostmark. Það vantaði hins vegar tunglskin og snjó til en flóðlýsingin dugði vel. Það er skemmst frá því […]

Read More
Post Image

Happy new year

Happy new year dear friends in Iceland and abroad. After a tough year 2010 we see a brigther future and fun months ahead with winter training of young horses and off course Landsmot in Skagafjördur and world championships in Austria this coming summer. Gleðilegt nýtt ár hestamenn og vinir nær og fjær. Framundan eru spennandi […]

Read More
Post Image

Merry Christmas

Merry christmas and a happy new year. Kæru vinir og vandamenn. Gleðileg jól og farsælt komandi hrossaræktarár.

Read More
Post Image

Hrafnar sumarið 2011

Hrafnar, á 3ja vetri, undan Hátíð frá Úlfsstöðumog Orra frá Þúfu, er bráðefnilegur brúnstjörnóttur foli. Hann átti gott sumar og fyljaði 25 hryssur. Byrjað var á því að leiða undir hann í byrjun maí og fyljaði hann 6 hryssur á húsi. Svo fékk hann til sín í tveimur skömmtum ca. 10 hryssur í hólfið til sín […]

Read More
Post Image

Sara + Tenór

Fyrsta afkvæmi Söru frá Sauðárkróki er beðið með eftirvæntingu. Sara er klárlega ein af okkar uppáhaldshryssum. Hún er fylfull við Tenóri frá Túnsbergi og mun kasta snemma, líklega um miðjan maí. Það er ekkert leyndarmál að það er vonast eftir gráu merfolaldi. Það er gaman að leika sér í valparanaforriti Worldfengs, sjá BLUP tilvonandi folalds […]

Read More
Post Image

Hrossarækt 2011 á Hamarsey

Þau verða líklega 10, folöldin sem fæðast okkur næsta sumar. Við á Hamarsey vorum dugleg að halda hryssum í sumar og munu fyrstu folöldin fæðast í byrjun maí. Alls var 11 hryssum haldið undir 8 stóðhesta, en líklega er hún Hviða gamla, 20 vetra, frá Ingólfshvoli því miður tóm. Hviða er hins vegar í frábæru standi, […]

Read More
Post Image

Þjálfun komin á fullt

Þá er þjálfun hafin á fullu eftir haustfrí eldri hrossa og frumtamningar 3ja vetra tryppana. Eins og við sögðum frá hér á síðunni í haust voru þrír folar frá okkur frumtamdir í haust. Hákon, undan Álfi og Hátíð frá Úlfsstöðum, Þrymur, undan Hróðri og Þrumu frá Hólshúsum og Alvar, undan Frakka frá Feti og Álaborgu frá Feti. Þessir […]

Read More