Reykur í Langholti
Reykur er móálóttur foli á fjórða vetri undan úrvalsklárhryssunni Hviðu frá Inghólfshvoli og Adam frá Ásmundarstöðum. Hann hefur verið síðastliðinn mánuð í frumtamningu í Langholti hjá Erlingi og Viðju. Þau láta vel af honum, hann er orðinn reiðfær og fer um á tölti og brokki með miklum fótaburði.