Haust á Hamarsey
Það er komið haust. Grasið er farið að fölna, hrossin að loðna og það kólnar í veðri. Rigningar undanfarnar vikur minna því miður mikið á haustið 2007 sem var hrossum erfitt. Nú þegar er víða farið að bera á hnjúskum. Á Hamarsey er allt í góðu standi. Þar eru yfir 30 hross í haustbeit, þar af fjórar folaldshryssur, sex tittir(stóðhestefni) en mestmegnis ung og efnileg mertryppi. Ég minni á góða grein um umhirðu útigangshrossa hér á síðunni.