Ný hryssa í hópinn
Linda frá Feti er nýjasta hryssan hjá okkur. Linda er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Filippíu frá Feti. Filippía er skyldleikaræktuð undan Ófeigi frá Flugumýri, undan Hrannari frá Kýrholti Ófeigssyni og Ófelíu frá Gerðum Ófeigsdóttur. Sveinn-Hervar hefur sannað sig sem kynbótahestur og rétt missti af heiðursverðlaunum á LM2008 í ár. Linda heillaði okkur sérstaklega þegar kom að vilja, rými, fótaburði og góðu geðslagi.
Stefnt er með Lindu í síðsumarsýningu á Hellu í ágúst og svo frekari þjálfun og jafnvel keppni á næsta ári.
IS2003286919 Linda frá Feti
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Brynjar Vilmundarson
Eigandi: Hrossaræktarbúið Fet
F: IS1994184553 Sveinn-Hervar frá Þúfu
Ff: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Fm: IS1982284551 Rák frá Þúfu
M: IS1995286919 Filipía frá Feti
Mf: IS1988158436 Hrannar frá Kýrholti
Mm: IS1987284600 Ófelía frá Gerðum
Mál: 139 – 135 – 63 – 143 – 27,5 – 17,0
Hófamál: Vfr: 8,5 – Va: 7,7
Sköpulag: 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 7,0 – 7,5 – 7,0 = 7,83
Hæfileikar: 8,0 – 8,5 – 5,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 7,5 = 7,64
Aðaleinkunn: 7,72
Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Hans Þór Hilmarsson