Sara, Selma og Gasella á LM2008
Það voru góðir dagar í Hafnarfirði þessa vikuna en þrjár hryssur í okkar eigu náðu lágmörkum inn á Landsmót. Knöpunum, snillingunum Erlingi, Sigurði og Daníeli færum við bestu þakkir fyrir frábærlega unnin störf. Myndin hér til hliðar er af Söru og Erlingi æfa sig á afleggjaranu að Langholti í byrjun maí 2008.
Selma frá Sauðárkróki
Selma 5 vetra undan Óði frá Brún er gæðingur með 8,02 fyrir byggingu og 9,0 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk og fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja/geðslag. Selma er fylfull við Hróðri frá Refsstöðum.
IS2003257001 Selma frá Sauðárkróki
Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt Ræktandi: Guðmundur Sveinsson
Eigandi: Hannes Sigurjónsson, Inga Cristina Campos, Per S. Thrane
F: IS1989165520 Óður frá Brún
Ff: IS1980187340 Stígur frá Kjartansstöðum
Fm: IS1981265031 Ósk frá Brún
M: IS1992257130 Sjöfn frá Sauðárkróki
Mf: IS1976157003 Hervar frá Sauðárkróki
Mm: IS1975257130 Snót frá Sauðárkróki
Mál: 143 – 138 – 63 – 144 – 28,0 – 18,0
Hófamál: Vfr: 8,4 – Va: 7,6
Sköpulag: 8,5 – 8,0 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 7,5 – 8,5 – 7,5 = 8,02
Hæfileikar: 9,0 – 8,5 – 5,0 – 8,0 – 9,0 – 8,5 – 8,0 = 8,15
Aðaleinkunn: 8,10
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson
Sara frá Sauðárkróki
Sara 6 vetra er hágeng alhliða hryssa sem fór í 1. verðlaun í fyrra 8,08 en bætti nú um betur og fór í 8,25 í aðaleinkunn. Hún lækkaði að vísu í byggingu á milli ára, fékk 8,31 í fyrra en fékk 8,22 nú. Hins vegar er hún jöfn að gangtegundum, fékk 8,5 fyrir tölt, 8,0 fyrir brokk, stökk og skeið og 8,5 fyrir vilja/geðslag og fegurð í reið.
IS2002257001 Sara frá Sauðárkróki
Litur: 1580 Rauður/milli- stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Ræktandi: Guðmundur Sveinsson
Eigandi: Hannes Sigurjónsson, Inga Cristina Campos, Per S. Thrane
F: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum
Ff: IS1992135930 Léttir frá Stóra-Ási
Fm: IS1989235990 Rán frá Refsstöðum
M: IS1983251001 Sunna frá Sauðárkróki
Mf: IS1971125190 Júpiter frá Reykjum
Mm: IS1973257008 Hervör frá Sauðárkróki
Mál: 141 – 135 – 65 – 143 – 26,5 – 17,0
Hófamál: Vfr: 8,7 – Va: 7,0
Sköpulag: 9,0 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 8,5 = 8,22
Hæfileikar: 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 6,5 = 8,28
Aðaleinkunn: 8,25
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Erlingur Erlingsson
Gasella frá Garðsá
Gasella 7 vetra er flugvökur viljasprengja. Hún er lagleg á tölti en botnvökur og fékk 9,0 fyrir skeið og vilja/geðslag. Gasella er sérstaklega framfalleg, með grannan og langan háls og frítt höfuð. Gasella fer undir Álf frá Selfossi fyrir Landsmót.
IS2000265870 Gasella frá Garðsá
Litur: 3200 Jarpur/ljós einlitt
Ræktandi: Orri Óttarsson
Eigandi: Hannes Sigurjónsson, Inga Cristina Campos, Per S. Thrane
F: IS1993188802 Númi frá Þóroddsstöðum
Ff: IS1988176100 Svartur frá Unalæk
Fm: IS1978288840 Glíma frá Laugarvatni
M: IS1980265004 Snælda frá Garðsá
Mf: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla
Mm: IS1972265870 Elding frá Garðsá
Mál: 144 – 138 – 65 – 140 – 27,5 – 17,5
Hófamál: Vfr: 8,8 – Va: 7,6
Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 6,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 7,5 = 8,11
Hæfileikar: 8,0 – 7,5 – 9,0 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 7,5 = 8,28
Aðaleinkunn: 8,21
Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Daníel Jónsson