Stóðhestar frá Hamarsey 2011
Ungfolarnir okkar verða á ferð og flugi í vor. Háski brúnblesóttur undan Kráki og Hrund frá Árbæ er í húsnotkun að Galtastöðum og fer svo norður í Varmahlíð í byrjun júní. Hervar (á mynd hér til vinstri) undan Aroni frá Strandarhöfði og Hrund fer norður í Eyjarkot við Blönduós. Nokkur pláss eru laus undir þessar bræður.
Bræðurnir Hákon og Hrafnar verða á Suðurlandinu. Fullt er undir Hákon enda í eigu hlutafélags. Hrafnar verður á húsmáli í Austurási og svo í hólfi á Hömrum í Grímsnesi frá 15. júní.
Þrymur verður á húsmáli í Langholti en sumarið óráðið. Tveggja vetra folarnir Þrándur, Grettir og Frosti eru lausir til láns/útleigu. Sjá þá undir Folöld 2009.