Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Hrafnar með frábæra fyljun

Hrafnar í hólfinu sínu að Hömrum.

Hrafnar í hólfinu sínu að Hömrum.

Hrafnar, tveggja vetra, undan Hátíð frá Úlfsstöðum og Orra frá Þúfu var í hryssum í sumar. Við byrjuðum með hann á húsi hjá okkur í Hafnarfirði og fyljaði hann fjórar hryssur þar.

Hann fór svo til Auðar og Sigga að Hömrum í Grímsnesi í byrjun júní og var þar í hólfi þar til í lok ágúst. Við tókum hann svo heim á Hamarsey þar sem hann hefur verið með þremur hryssum þar til nú. Í allt hafa 24 hryssur verið staðfestar með fyli með kappanum en alls komu til hans 25 hryssur. Sú sem ekki fyljaðist var 23 vetra hryssa sem ekki hefur fyljast í nokkur ár.

Hrafnar tekur á móti hryssu.

Hrafnar tekur á móti hryssu.

Allt 1. verðlauna hryssur, hver annarri flottari. Fjölmargir hafa þegar pantað undir Hrafnar fyrir næsta sumar og er hægt að gera það með því að senda póst á hamarsey@hamarsey.is. Hrafnar verður í hólfinu að Hömrum á löngu gangmáli en ekki komið alveg á hreint hvar hann verður á húsnotkun. Heimasíða Hrafnars www.hrafnar.is

Allt 1. verðlauna hryssur, hver annarri flottari.
Fjölmargir hafa þegar pantað undir Hrafnar fyrir næsta sumar og er hægt að gera það með því að senda póst á hamarsey@hamarsey.is. Hrafnar verður í hólfinu að Hömrum á löngu gangmáli en ekki komið alveg á hreint hvar hann verður á húsnotkun.
Heimasíða Hrafnars www.hrafnar.is

Góð stemning í hólfinu. Frá vinstri: Snælda frá Bjarnanesi (jörp með jörpu folaldi), Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni (rauðstjörnótt með rauðstjörnóttri Hákonsdóttur), Hrafnar, Selma frá Sauðárkróki (bleik með bleiku folaldi) og Filma frá Árbæ.

Góð stemning í hólfinu. Frá vinstri: Snælda frá Bjarnanesi (jörp með jörpu folaldi), Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni (rauðstjörnótt með rauðstjörnóttri Hákonsdóttur), Hrafnar, Selma frá Sauðárkróki (bleik með bleiku folaldi) og Filma frá Árbæ.

Að eltast við Birtu frá Skarði, í eigu Fjölnis Þorgeirssonar. Birta er 1. verðlauna dóttir Náttfara frá Ytra-Dalsgerði.

Að eltast við Birtu frá Skarði, í eigu Fjölnis Þorgeirssonar. Birta er 1. verðlauna dóttir Náttfara frá Ytra-Dalsgerði.

hrafnar2d

Gott að velta sér í moldinni.

Gott að velta sér í moldinni.

Flottur.

Flottur.