Hamborg – efnileg klárhryssa
Hamborg frá Feti er undan Álaborgu frá Feti og Stíganda frá Leysingjastöðum. Hún var ekki tamin að ráði fyrr en á 5. vetri og var orðin nokkuð góð í sumar sem leið. Hún var þó ekki tilbúin í hæfileikadóm en fór í byggingardóm og stóð sig með prýði. Fékk 8,5 fyrir háls/herðar, bak/lend, samræmi og hófa, í byggingareinkunn 8,06. Hamborg er efni í flotta klárhryssu, með góðar grunngangtegundir, hentar vel í keppni.