Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Sara fylfull við Tenóri

Sara frá Sauðárkróki í júlí 2010, knapi Erlingur Erlingsson

Sara frá Sauðárkróki í júlí 2010, knapi Erlingur Erlingsson

Sara frá Sauðárkróki er fylfull við Tenóri frá Túnsbergi.  Sara, sem er 8 vetra gömul, hefur verið eitt okkar aðal reiðhross síðustu ár auk þess að taka þátt í keppni og sýningum. Hún er nú komin í folaldseignir og á vonandi eftir að gefa okkur spennandi afkvæmi. Tenór er undan Garra frá Reykjavík, Orrasyni frá Þúfu og Ísoldar frá Gunnarsholti. Garri hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í Danmörku í vor. Tenór er hæst dæmdi stóðhestur í heimi fyrir hæfileika, 9,15. Hann hlaut í fyrra, 6 vetra gamall, 9,0 fyrir skeið, fegurð í reið og hægt tölt en 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Móðir Tenórs er gæðingamóðirin Staka frá Litlu- Sandvík, Gáskadóttir frá Hofstöðum. Hún hefur gefið fjögur 1. verðlauna afkvæmi.

Sara hlaut 9,0 fyrir skeið á kynbótasýningu á Hellu í sumar.

Sara hlaut 9,0 fyrir skeið á kynbótasýningu á Hellu í sumar.

Tenór

Tenór