Vakning stolt með dóttur sína á Hamarsey.
Um helgina kom í heiminn snotur bleikálótt hryssa undan Vakningu frá Ási I og Fróða frá Staðartungu. Hún sýnir mikinn gang, tölt og skeið eins og hún á kyn til, en grípur einnig flott brokk. Hátt settur háls og vel reist. Flott folald.
Vakning stolt með dóttur sína á Hamarsey.
Vakning og Hannes náðu góðum tíma í 100m skeiði í fyrra, 7,82 sek best og 7,80 í einkunn í gæðingaskeiði.
Vakning frá Ási, í A-flokki á Gæðingamóti Sörla 2009, knapi Hannes Sigurjónsson
Fróði frá Staðartungu og Jón Pétur Ólafsson á Svínavatni í mars 2009.