Hrossarækt 2009 á Hamarsey
Aðra helgina í september sóttum við síðustu tvær hryssurnar frá stóðhestum. Þær Hviða frá Ingólfshvoli og Fasta frá Hofi voru fylfullar við Auði frá Lundum og Krumma frá Blesastöðum. Þá er búið að sónarskoða allar átta hryssurnar sem fóru undir stóðhest í sumar – þær eru allar fengnar. Við eigum von á fyrstu folöldunum í um mánaðamótin apríl/maí 2009 því bæði Selma frá Sauðárkróki og Þruma frá Hólshúsum fengu snemma.
HRYSSA | STÓÐHESTUR | STAÐFEST FYL |
Þruma frá Hólshúsum | Álfur frá Selfossi | x |
Gasella frá Garðsá | Gustur frá Lækjarbakka | x |
Selma frá Sauðárkróki | Hróður frá Refsstöðum | x |
Fasta frá Hofi | Krummi frá Blesastöðum | x |
Hátíð frá Úlfsstöðum | Gaumur frá Auðsholtsshjáleigu | x |
Hrund frá Árbæ | Aron frá Strandarhöfði | x |
Álaborg frá Feti | Aron frá Strandarhöfði | x |
Hviða frá Ingólfshvoli | Auður frá Lundum | x |