Rekstur á sunnudegi
Það er gaman að brjóta upp þjálfunarmynstrið. Þó að félagssvæði hestamannafélagsins okkar, Sörla í Hafnarfirði, hafi upp á að bjóða fjölbreyttustu og fallegustu reiðleiðir á landinu þá vantar eitt. Það er ekki hægt að reka. Hraunið er úfið og stórhættulegt mönnum og hestum ef út fyrir hefðbundnar reiðgötur er farið. Því brugðum við á leik um síðustu helgi og spenntum kerruna fyrir og fórum með hrossin í rekstur með vinum okkar íAusturási.
Þetta er eitthvað sem hjónin í Austurási gera nánast um hverja helgi, allar hryssur og geldingar út í veðurblíðuna og hlaupa 3-6 kílómetra, allt eftir veðri og þjálfunarstigi. Aðstaðan til þess er góð, rekið út Votmúlaveginn til austurs og svo suður eftir Gaulverjabæjarveginum.