Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Velkomin á hamarsey.is

Hrossaræktin á Hamarsey er metnaðarfull og á búið átta 1. verðlauna hryssur.

Hrossaræktin á Hamarsey er metnaðarfull og á búið átta 1. verðlauna hryssur.

Hamarsey er um 110 hektara jörð 15km sunnan við Selfoss. Stærstur hluti jarðarinnar er úthagi en um 10 hektarar eru ræktuð tún. Engar byggingar eru á Hamarsey en unnið er að því að hólfa hana niður í beitarhólf með rafmagnsgirðingum auk þess að koma upp gerðum og skjólum í flestum hólfum. Einnig er stefnt að því að girða af alla skurði og hafa rennandi vatn fyrir hrossin í öllum hólfum. Eigendur Hamarseyjar eru Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos auk Norðmannsins Per S. Thrane og fjölskyldu. Hannes og Inga hafa stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og aðaláhugsviðið er hrossarækt og útreiðar en einnig keppni og hestaferðalög. Per byrjaði í hestamennsku í Noregi ásamt fjölskyldu sinni fyrir örfáum árum og eiga þau nokkur hross á meginlandinu en leggja mestan metnað í hrossarækina staðsetta á Hamarsey.

Hamarsey er út úr jörðinni Hamri og er í gamla Gaulverjabæjarhreppnum sem nú heitir Flóahreppur eftir sameiningu við Villingaholts- og Hraungerðishrepp. Næstu bæir auk Hamars eru Hamarshjáleiga, Galtastaðir og Dverghamar

Hrossaræktin á Hamarsey er metnaðarfull og á búið átta 1. verðlauna hryssur. Vonandi bætist í þennan hóp nú á Landsmótsári þar sem nokkrar bráðefnilegar hryssur á fjórða og fimmta vetri eru í þjálfun. Ræktunarmarkmið Hamarseyjar er að rækta falleg og getumikil hross, viljug með mikinn fótaburð.