Horse Breeding - Horses for sale

Close Icon
   
Contact Info     +354 864 1315 hamarsey@hamarsey.is

Rekstur á sunnudegi

Það er gaman að brjóta upp þjálfunarmynstrið. Þó að félagssvæði hestamannafélagsins okkar, Sörla í Hafnarfirði, hafi upp á að bjóða fjölbreyttustu og fallegustu reiðleiðir á landinu þá vantar eitt. Það er ekki hægt að reka. Hraunið er úfið og stórhættulegt mönnum og hestum ef út fyrir hefðbundnar reiðgötur er farið. Því brugðum við á leik um síðustu helgi og spenntum kerruna fyrir og fórum með hrossin í rekstur með vinum okkar íAusturási.

Þetta er eitthvað sem hjónin í Austurási gera nánast um hverja helgi, allar hryssur og geldingar út í veðurblíðuna og hlaupa 3-6 kílómetra, allt eftir veðri og þjálfunarstigi. Aðstaðan til þess er góð, rekið út Votmúlaveginn til austurs og svo suður eftir Gaulverjabæjarveginum.

...en miklu flottari á vindóttum gæðingi en mótorfáknum (Haukur og Bláskeggur frá Hrafnkelsstöðum).

…en miklu flottari á vindóttum gæðingi en mótorfáknum (Haukur og Bláskeggur frá Hrafnkelsstöðum).

Falur, Seytla og Hreimur leiddu reksturinn svo suðreftir Gaulverjabæjarveginum. Takið eftir hvað Falur strekkir vel á yfirlínunni, Haukur fór yfir þetta með honum í bóklegu daginn áður.

Falur, Seytla og Hreimur leiddu reksturinn svo suðreftir Gaulverjabæjarveginum. Takið eftir hvað Falur strekkir vel á yfirlínunni, Haukur fór yfir þetta með honum í bóklegu daginn áður.

Linda vann fótaburðakeppnina.

Linda vann fótaburðakeppnina.

Prinsessan í Hamarsey og prinsinn í Austurási.

Prinsessan í Hamarsey og prinsinn í Austurási.

Austurássbóndinn er með'etta...

Austurássbóndinn er með’etta…

Sprett úr spori. Sara og Linda taka forystuna í rekstrinum, Falur Hauks Baldvins gefur ekki tommu eftir.

Sprett úr spori. Sara og Linda taka forystuna í rekstrinum, Falur Hauks Baldvins gefur ekki tommu eftir.