Mjallhvít og prinsinn
Mjallhvít (Hekla Rán Hannesdóttir, 4 ára) og Prinsinn (Reykur frá Ragnheiðarstöðum, 4 vetra) gerðu það gott á Grímutölti Sörla um helgina. Þau klæddu sig upp og fóru mikinn…nokkra hringi í reiðhöllinni á Sörlastöðum.
Grímutöltið gengur út á að börn og fullorðnir klæða sig upp í skrautlega búninga og gervi og keppa í tölti. Flokkaskiptingin er góð, keppt allt frá pollaflokki “teymt undir” upp í karla og kvennaflokk.
Nánari úrslit af Grímutöltinu má sjá hér á vef hestamannafélagsins Sörla.

Við erum í æðislegu hesthúsi hjá vinum okkar Birni, Guðrúnu og Ástu inní Hafnarfirði. Aðstaðan er frábær, til að mynda er lítil reiðhöll í einum enda hússins. Hér nota Hekla og Reykur tækifærið að æfa sig áður en haldið var út á Sörlastaði.

Reykur stóð sig eins og hetja, ótrúlega rólegur og yfirvegaður foli á fimmta vetri, undan afreksklárhryssunni Hviðu frá Ingólfhvoli og Adam frá Ásmundarstöðum.